Afþreying

Á Vesturlandi má finna fjölbreytni og fegurð íslenskrar náttúru.  Mikilfengleg fjalla- og jöklasýn, gróðursæl héruð, fjölskrúðugt fuglalíf, fengsælar ár og vötn, firðir og flóar og vellandi jarðhiti gerir ferðamönnum kleift að finna sér eitthvað til afþreyingar.

 

Fuglaskoðun: 

 Laxárbakki stendur við ós Laxár og Grunnafjarðar (Leirárvogur). Grunnafjörður er um 14,7km2 og einkennist af víðlendum sandmaðksleirum og miklu fuglalífi.

 Um Grunnafjörð fara fuglar (umferðarfuglar) vor og haust sem eru á leið til og frá  varpsstöðvum á Grænlandi og Kanada.  Þetta eru:  margæs (Branta bernicia) og rauðbrystingur (Calidris canutus).  Aðrir umferðarfuglar sem fara um Ísland eru sanderla (Calidris alba) og tildra (Arenaria interpres).

 Margir vaðfuglar, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur byggja tilveru sína á lífríki leiranna og um ósinn synda líka laxar á leið í Laxá í Leirársveit.

 Grunnafjörður var gerður að friðlandi árið 1994 og samþykktur sem Ramsarsvæði 1996, eina Ramsarsvæðið á Íslandi sem liggur að sjó.

 

Gönguleiðir:

 Fjöldi gönguleiða af öllum erfiðleikastigum eru víðsvegar í kringum Laxárbakka.  Má þar nefna:

               Síldarmannagöngur frá botni Hvalfjarðar yfir í Skorradal.

Leggjabrjótur milli Þingvalla og Botnsdals í Hvalfirði.

Akrafjall er einkar  formagurt fjall séð frá Akranesi, mjög víðsýnt er af fjallinu.  Vinsælar gönguleiðir upp á Háahnúk (555m) sem er syðri tindurinn eða Geirmundartind (643m).  Gestabók er á Háahnúki.

Hafnarfjall gegnt Borganesi tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 milljónum ára.  Hafnarfjall er 844m.

Baula er áberandi fjall sem sést víða af úr Borgarfirði.  Það er keilulaga, 934m hátt líparítfjall.

Skessuhorn í Skarðsheiði er eitt af einkennisfjöllum Vesturlands.  Skessuhornið er mjög tignarlegt fjall með bröttum hamrabeltum og er útsýni yfir Borgarfjörðinn afskaplega fallegt. Það er 963m hátt.

Gólf:

Áhugasamir gólfarar geta valið um 10 gólfvelli á Vesturlandi.  Þar af eru tveir 18 holu gólfvellir, Garðavöllur á Akranesi og Hamarsvöllur við Borganes.  Auk annara gólfvalla í grennd við Laxárbakka er gólfvöllurinn á Þórisstöðum, Húsafelli og í Staðarsveit.

 

Sund:

 Eftir góðan dag er við hæfi að láta þreytuna líða úr sér í einhverri sundlauganna sem finna má í nágrenninu.  Þar má nefna: 

Hreppslaug í Skorradal, Heiðarskóli í Leirársveit, Hlaðir við Hvalfjarðarströnd, sundlaugin á Akranesi og Borganesi.

Söfn:

 Ullarselið Hvanneyri

Bjarteyjarsandur

Byggðasafnið að Görðum (Akranes)

Safnahús Borgarfjarðar (Borganes)

Landnámssetur Íslands (Borganes)

Búvélasafnið á Hvanneyri

536361e54ca0e
536362ca3f138
53636163553cf
5363620505931

 

 

 

Þú ert hér: Home Afþreying Afþreying