Húsreglur

Við biðjum viðskiptavini okkar (leigutaka), vinsamlega að vera búna að kynna sér meðfylgjandi texta. Við greiðslu á staðfestingargjaldi er litið svo á að leigutaki hafa kynnt sér og samþykkt eftirfarandi reglur.

  • Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í íbúðunum.
  • Athugið að reykingar eru með öllu óheimilar í húsinu.
  • Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og á öllu innbúi svo sem húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum meðan á dvöl stendur. Ef eitthvað fer úrskeiðis meðan á dvöl stendur skuldbindur leigutaki til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum í íbúðunum. Leigjandi skal láta vita ef eitthvað bilar eða brotnar.
  • Leigjandi skal virða þær reglur er gilda á skiptidegi þ.e. að losa húsið klukkan 12:00 á brottfarardegi en komutími í húsið er kl. 16.00 í upphafi dvalar.
  • Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða á svæðinu og taka tillit til nágranna sinna.
  • Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi þess, sjá um að hver hlutur sé á sínum stað við brottför og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.
  • Leigusali sér um að viðeigandi ræstiefni og áhöld séu til staðar ásamt borðtuskum, diskaþurrkum og salernispappír.


Gerist leigutaki brotlegur á áðurtöldum atriðum verður gjaldfærð sú upphæð sem um nemur viðeigandi þrifum eða á öðrum tjónum.

Þú ert hér: Home Gisting Húsreglur