Um Laxárbakka

riverhotel

Laxárbakki er lítið ferðaþjónustu fyrirtæki sem býður upp á gistingu og veitingar allt árið.  

Laxárbakki er staðsettur í Hvalfirði á bökkum “Laxár”.  Hann er vel staðsettur við þjóðveg 1, aðeins 12 km frá Akranesi og 17 km frá Borganesi.  Stutt er á alla helstu ferðamannastaði á suðvesturlandi eins og Húsafell, Langjökul, Þingvelli, Hvalfjörð og Snæfellsnes.

Einstakt fuglalíf er á staðnum og mikið er af góðum gönguleiðum eins og Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Síldarmannagöngur, Glymur o.fl.

Laxárbakki býður upp á gistingu fyrir allt að 36 manns í glæsilegum studio íbúðum. Einnig er gisting fyrir allt að 18 manns í gistiheimili. Stór veitingarstaður er á staðnum sem tekur allt að 100 manns í sæti.

Við tökum vel á móti þér á Laxárbakka og hlökkum til að gera dvöl þína sem allra ánægjulegasta.

Þú ert hér: Home Um Laxárbakka